Það hefur verið draumur minn lengi að opna matarvagn þar sem fólk fær að njóta persneskrar matargerðar eins og hún gerist best á Íslandi. Sá draumur hefur loksins ræst og hlakka ég mikið til að bjóða heimamönnum upp á persneskt kebab og fleiri gómsæta rétti. Ég hef áralanga reynslu af persneskri matargerð og störfum í veitingargeiranum. Vagninn er búinn ofnum og öðrum búnaði sem er gasknúinn og gefur það matnum ekta grill bragð sem einkennir marga persneska rétti. Vagninn er staðsettur í hjarta Hveragerðis sem er heimabær minn. Einnig verður hægt að bóka vagninn í veislur eins og brúðkaup, vinnustaðapartý, bæjarhátíðir og fleira.